Vefverslun
Hvað á að vera í jólapakkanum?
Ertu í vandræðum með að finna hina fullkomnu jólagjöf?
10. desember 2024
Hjá Vó-hó-hó-dafone finnur þú fjölda snjallra og skemmtilegra jólagjafa sem munu gleðja alla í fjölskyldunni en hér er listi af okkar allra uppáhalds jólagjafahugmyndum í ár.
1. iPhone 16 - Fyrir Apple unnandann
Fyrir þann sem eiga allt - en þó ekki nýjasta nýjasta útspil Apple í snjallsímum, iPhone 16. Þessi glæsilegi sími fæst í stórkostlegum litum og tveim stærðum. Myndavélin hefur fengið uppfærslu og sömuleiðis rafhlaðan en hér getur þú getur lesið allt um iPhone 16 og uppfærslu hans.
2. Galaxy Fit3 snjallúr - Fyrir snjallhetjuna
Litla og kröftuga Galaxy Fit3 úrið frá Samsung er frábært snjallúr fyrir þann sem á það til að gleyma að hlaða tækin sín en rafhlaðan endist í allt að 13 daga. Þetta snjallúr er einstaklega nett, vel útbúið og á góðu verði.
3. Airpods 4 - Fyrir hlustandann
Nýjasta viðbótin í Airpods línu Apple, Airpods 4, er frábær gjöf fyrir hlustandann. Hvort um er að ræða tónlist, hlaðvörp eða hljóðbækur eru Airpods 4 klár í slaginn. Hér getur þú lesið allt um Airpods 4 og uppfærslu þeirra.
Ef þig langar að gleðja Samsung hlustandanum, mælum við með Galaxy Buds3 og Galaxy Buds3 Pro.
4. Playstation 5 Pro - Fyrir leikjaspilarann
Nýjasta Playstation 5 Pro tölvan er gjörsamlega sturluð gjöf. Tölvan býður uppá bestu mögulegu gæði í leikjum með 4K upplausn sem er bætt af gervigreind. Þarf að segja eitthvað meira?
5. Instax Mini myndavél - Fyrir listræna augað
Instax Mini myndavélin er ótrúlega skemmtileg græja sem býr til ógleymanlegar minningar... strax. Myndavélin er frábær gjöf fyrir þann sem elskar að taka myndir, er með listrænt auga eða langar að föndra minningarbók.
6. Galaxy Z Fold6 - Fyrir Samsung unnandann
Ef þig langar að gleðja Samsung tæknitröllið þá er Galaxy Fold6 snjallsíminn frá Samsung málið, en hann er einn allra kröftugasti síminn á markaðinum í dag. Svo fylgir líka glæsileg Tab S6 lite spjaldtölva með hverjum keyptum Galaxy Z Fold6 síma til 24. desember. Þá ertu komin með tvær gjafir í einu höggi.
7. iPad Air 11" - Fyrir teiknarann
Það er alveg sama hvar, hver og hvenær, það er alltaf skemmtilegt að leika sér í spjaldtölvu. Við mælum með iPad Air 11" fyrir þann sem finnst gaman að teikna, horfa á þætti, skipuleggja sig, spila leiki, ferðast... já eiginlega bara fyrir alla.
8. Moey Joy krakkaúr - Fyrir nýliðann
Moey Joy 4G krakkaúrið er frábært úr fyrir þann sem er að stíga sín allra fyrstu skref í snjallúranotkun. Hægt er að setja SIM kort í úrið og þá er hægt að hringja í úrið bæði venjulega og í gegnum myndavél á úrinu. Hér er leikur og öryggi í algjöru fyrirrúmi.
9. Urbanista Palo Alto heyrnartól - Fyrir tónlistarspilarann
Urbanista Palo Alto eru gæða heyrnatól á frábæru verði, svo eru þau hreinlega ótrúlega svöl í þokkabót. Þau eru með hljóðeinangrun og rafhlaðan endist í allt að 45 klukkustundir.
Hafðu það Vodalega gott og snjallt yfir hátíðirnar!
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528