Fréttir

Höldum áfram að styðja við Grindvíkinga

Við höldum áfram að styðja við Grindvíkinga á meðan óvissuástand stendur yfir og fellum niður kostnað vegna fjarskipta.

5. desember 2023

Grindavík 3-Grindavík 3-img

Flest öll erum við meðvituð um áskoranirnar sem Grindvíkingar þurftu að takast á við í síðasta mánuði. Bæði fyrirtæki og fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín í flýti. Við tókum þá ákvörðun að reikningar ættu ekki að vera það sem fólk þurfti að hafa áhyggjur af á þessum tímum.

Að því sögðu ætlum við að halda áfram að styðja við Grindvíkinga á meðan óvissuástand stendur yfir og fella niður kostnað vegna fjarskipta hjá bæði íbúum og fyrirtækjum sem eru hjá Vodafone. Við munum halda öllum upplýstum ef breytingar verða á.

Ef íbúar eru nú staðsettir í húsnæði þar sem ekki er net er þeim velkomið að koma í verslanir Vodafone og fá 5G nettengingar þeim að kostnaðarlausu. Við hvetjum þá sem eru með fyrirspurnir til að hika ekki við að heyra í okkur.

Við viljum minna aftur á að viðbragðsteymi Vodafone vinnur áfram hörðum höndum með Neyðarlínu, Almannavörnum og öðrum fjarskiptafélögum við að tryggja örugg fjarskipti við Grindavík.

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528