Fréttir
Halló Rútína!
Sumarið var ljúft, ansi blautt á köflum, en nú er haustið góða að ganga í garð og daglega rútínan hafin á ný!
29. ágúst 2024
Við elskum góða rútínu og hjá okkur getur þú fengið allskonar tæki til að hámarka þína rútínu í haust. Hvort sem þig langar að einbeita þér að heilsunni, snjallvæða heimilið, dúxa í skólanum eða bara hámhorfa á Stöð 2+ þá erum við með þér alla leið!
Snjallúrið er frábært tól með að hvetja þig áfram í haust. Það gera þér kleift að fylgjast með markmiðum þínum í haust, hvort sem um er að ræða hlaup, svefn, skref eða jafnvel skipulag. Við mælum með Galaxy Watch7 fyrir þau sem eru með heilsusamleg markmið í haust.
Haustið er frábær tími til að uppfæra símann, enda mun minni hætta á haustin að missa hann í sundlaugina eða brjóta hann í brekkunni. Auðvitað er alltaf hægt að fara í nýjasta nýtt en fyrir þau með fjárhagsleg eða umhverfisvæn markmið í haust mælum við með Refreshed iPhone 11 sem er hefðbundinn iPhone 11 sem hefur fengið nýtt líf og lækkað verð. Þessi umhverfishetja hentar einnig frábærlega fyrir yngri símanotendur sem eru að stíga sín fyrstu spor í snjallsímanotkun.
Fyrsta skrefið í áttina að snjallara, og öruggara, heimili er klárlega hin geysivinsæla Ring snjalldyrabjalla sem vaktar heimilið þó þú sért ekki heima. Núna getur þú fylgst með póstmanninum, matarsendingunni og spjallað við kött nágrannans! Ring snjalldyrabjallan er frábær viðbót við Heimilis-Rútínuna!
Með haustinu fylgir nýtt og spennandi skólaár! Hvort sem um er að ræða grunn-, framhalds- eða háskólanám er mikilvægt að hjartað sé á réttum stað og að fókusinn sé í hámarki. Til þess að gera lærdóminn skilvirkari og jafnvel aðeins skemmtilegri í haust mælum við með Bose QuietComfort 45 heyrnartólunum sem eru með einstök hljómgæði og frábærri hljóðeinangrun og ætti því að vera ansi erfitt að raska fókus.
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528