Fréttir

Háhraðanet beint í bílinn

Vodafone á Íslandi hefur náð samningi við Vodafone Group um að vera eitt af þrjátíu löndum í heiminum sem bjóða upp á internettengingu í bílum með því að nota hlutanetstækni (IoT).

16. maí 2024

net í bílinn-net í bílinn-img

Við erum mjög ánægð að geta sagt frá því að á næstunni getum við boðið upp á háhraðanet í bílinn. Það er að segja, að þú getur fengið netgæði svipuð og þú værir í stofunni heima, beint í bíllinn. Háhraðanet í bílinn byggir á svokallaðri hlutanetstækni (IoT) sem hjálpar tækjum að tengjast netinu.

Vodafone mun á næstunni, í samstarfi við bílaumboðin, kynna hvernig verður hægt að fá háhraðnet í bílinn en tæknin mun styðja við flesta tegundir nýrra bíla.

„Við erum spennt fyrir að kynna þessa þjónustu betur fyrir viðskiptavinum. Háhraða internettenging í bílum hvar og hvenær sem er mun gera líf okkar enn einfaldara, til dæmis með því að ná hugbúnaðaruppfærslum í bílinn. Okkur þykir þó alltaf mikilvægt að minna á að þó netgæðin verði betri í bílnum á enginn á að nota símann undir stýri," segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone.

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528