Fréttir
Gleðileg samtöl yfir hátíðarnar
Nú þegar jólaandinn svífur yfir mannskapinn, og flestir að komast í jólaskapið víðfræga, rennur hugur manns til þeirra sem manni þykir vænt um, sérstaklega þeirra sem eru okkur fjarri.
20. desember 2024
Mörg eigum við fjölskyldumeðlimi sem staddir eru erlendis þessi jól en við viljum að sjálfsögðu tryggja gott samband og gleðileg samtöl yfir jólin.
Þess vegna viljum við gefa öllum þeim sem eru með heima eða farsíma hjá Vodafone litla jólagjöf. Yfir hátíðirnar getur þú hringt til 33 landa án endurgjalds. Heyrðu í fólkinu þínu og óskaðu þeim gleðilegra jóla!
Hér er listi yfir löndin sem um ræðir: Andorra, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Stóra Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Holland, Hong Kong, Írland, Ítalía, Kanada, Kína, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Pólland, Singapúr, Slóvenía, Slóvakía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Taíland, Tékkland, Tævan og Þýskaland. Að því sögðu óskum við þér og þínum gleðilegra jóla með von um að samskiptin yfir jólin verða kærleiksrík og göfug.
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528