Fréttir

Eldgos á Reykjanesskaga

19. desember 2023

Voda eldgos 1224x600-Voda eldgos-img

Hlutverk okkar hjá Vodafone þegar kemur að náttúruhamförum líkt og eldgosi er að tryggja örugg fjarskipti. 

Vodafone starfar nú á hættustigi vegna eldgossins norðan Grindavíkur. Okkar helstu sérfræðingar hafa staðið vaktina í nótt og starfa í samvinnu við Almannavarnir, Neyðarlínu, viðbragðsaðila og önnur fjarskiptafélög við að tryggja öruggt fjarskiptasamband á svæðinu.

Við fellum áfram niður kostnað vegna fjarskipta hjá íbúum búsettum í Grindvík og fyrirtækjum þar út árið.

Vodafone hvetur Grindvíkinga að hafa samband við þjónustuver ef þeir hafa fyrirspurnir um reikninga.

Hugur okkar er allur hjá fjölskyldum og við viljum ekki að reikningar séu eitthvað sem fólk þurfi að hafa áhyggjur af á þessum tímum.

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528