Fréttir
Ég sé rautt
17. ágúst 2023
Lagið „Ég sé rautt“, sem upprunalega var flutt af rokkhljómsveitinni Unun árið 1994, kom út í gær í nýjum partýbúningi. Í nýrri útgáfu af laginu leiddu Eurovision stjarnan Diljá Pétursdóttir og vestfirska hljómsveitin Celebs saman hesta sína og úr varð alvöru poppslagari.
Lagið tengist nýrri herferð Vodafone „Sjáðu rautt“ sem fór af stað með látum í gær. Í henni viljum við sýna að hversdagsleikinn er alls konar og stundum er hann flókinn. En þegar lífið er flókið... má það líka vera skemmtilegt!
Meiningin á bak við orðatiltækið að sjá rautt vegna reiði er sett í nýjan, jákvæðari og glaðværari búning enda er skemmtilegra að sjá rautt! (að okkar mati).
Lagið er bæði komið inn á youtube og Spotify:
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528