Fréttir

E-SIM tækni nú í boði fyrir fartölvur

Vodafone hefur nú stækkað e-sim þjónustuna sína og innleitt hana fyrir nýjustu fartölvur á markaðnum.

13. nóvember 2024

Ásgeir og Advania-Ásgeir og Advania-img

Þetta skref eykur öryggi og einfaldleika notenda á ferðum sínum, þar sem fartölvur geta nú tengst beint við netið án þess að þörf sé á hefðbundnum Wi-Fi tengingum. Það tryggir að notendur geti verið með sömu öryggiskröfur á fartölvunni, hvar sem hún er stödd, alveg eins og þegar hún er staðsett innan fyrirtækisins, ef þörf er á því.

Með þessari nýju E-SIM tæknifyrirkomulagi, sem þegar hefur verið innleitt í snjallsíma og snjallúr hjá Vodafone, verður tenging við internetið einfaldari og öruggari. Það eina sem þarf er QR kóði til að virkja E-SIM, engin þörf er á hefðbundnu SIM korti. Þetta kemur sérstaklega sér vel fyrir þá sem eru mikið á ferðinni og vilja tryggja að þeir hafi alltaf áreiðanlega og örugga nettengingu, án þess að treysta á óþekkt Wi-Fi net.

Advania býður nú þegar fartölvur sem styðja þessa nýjung, sem eykur bæði öryggi og þægindi fyrir notendur, hvort sem þeir starfa innan B2B umhverfis eða nota tölvuna sína persónulega. Þetta gerir öllum notendum kleift að njóta sömu öryggis- og tengingarkrafna, hvort sem þeir eru í vinnunni, á ferðalagi, eða heima.

Vodafone heldur áfram að einblína á nýjungar og lausnir sem auka öryggi og tryggja að viðskiptavinir okkar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, hafi aðgang að nýjustu tækni á markaðnum.

Það er orðin mikil ásókn að fyrirtæki vilja tengjast farsímanetinu með tölvum sínum, í stað þess að vera háð wifi eða deila sambandi með símtækjum, með tilkomu E-SIM þá er þetta mjög lítil fyrirhöfn, einn tölvupóstur og málið afgreitt án allra ferðlaga“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson deildarstjóri fyrirtækjasölu og þjónustu.

Á myndinni eru Þórður Jensson, forstöðumaður Innviðalausna Advania, og Ásgeir Örn Hallgrímsson, deildarstjóri fyrirtækjasölu og þjónustu.

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528