Fréttir

5G skilar stórbættum gæðum fjarskipta á Íslandi

10. janúar 2024

Sesselía - Vodafone-Sesselía - Vodafone-img

Fjarskiptastofa kynnti nýverið niðurstöður úr stórri rannsókn þar sem að gæðaprófanir á farsímakerfum á Íslandi voru skoðaðar. Þýska sérfræðifyrirtækið Rohde & Schwarz sá um framkvæmdina á gæðaprófuninni. Niðurstöður prófana sýndi að þau svæði sem hafa 5G tengingar skila betri farsímagæðum. Vodafone hefur virkjað 130 5G senda um allt land sem er hluti af verkefninu 5G allan hringinn, sem hófst haustið 2020.  

5G er nýjasta og hraðasta kynslóð farsímanetsins og eykur hraða á netinu til muna. Við erum ánægð með þann árangur sem við höfum náð í uppbyggingu á 5G um land allt fyrir okkar viðskiptavini þar sem við þessi tækni eykur gæði farsímasambands verulega. 5G netið er allt að 10 sinnum hraðara en 4G netið og býður upp á möguleika að deila miklu magni af gögnum í rauntíma. Það kom okkur því ekki á óvart í gæðaprófunum á farsímakerfunum að gæðin væri betri þar sem að 5G sendar væru. Uppbygging Vodafone er á 5G sendum um allt land er mikilvægur þáttur í stefnu okkar um framúrskarandi fjarskiptasamband um allt land.“

- Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone.  

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528