Fréttir
147 milljónir söfnuðust í söfnunarþætti Grensás
9. október 2023

Grensás sér um endurhæfingu fólks sem hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum vegna slysa eða sjúkdóma.
Útsendingin fór fram hjá RÚV í Efstaleiti og í þjónustuveri Vodafone að Suðurlandsbraut 8. Vodafone sá söfnuninni fyrir öruggri fjarskiptaþjónustu við áheitasöfnunina sem fór fram í gegnum síma eða með sms.


Markmiðið með söfnuninni var að standa fyrir landssöfnun meðal fyrirtækja, félaga, klúbba og almennings svo kaupa megi tæki í nýtt húsnæði Grensáss.
Traust fjarskiptasamband er lykilþáttur í svona söfnunum þar sem að álag á kerfi verður mikið á stuttum tíma. Starfsfólk Vodafone tryggði að tæknin virkaði sem skildi ásamt því að umbreyta þjónustuveri Vodafone þar sem sjálfboðaliðar svöruðu í símann og tóku á móti framlögum. Einstök samstaða og gleði var það sem einkenndi kvöldið eins og myndirnar sýna. Landsmenn lögðust svo sannarlega á eitt í að safna ríkulega fyrir tækjum fyrir Grensás.

Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528