Þjónustusvæði
Frábært samband um allt land og úti á miðum.
Nánar um kort
Dökkrauði liturinn táknar sterkasta merkið en á þeim svæðum er jafnan hægt að njóta viðkomandi tækni innanhúss. Spáin miðast þó alltaf við jarðhæð og því getur sambandið versnað t.d. í kjöllurum. Rauði liturinn táknar miðlungssterkt merki en þar er í einhverjum tilfellum hægt að búast við döpru sambandi innanhúss. Hins vegar ætti samband að vera nægilega gott utanhúss í langflestum tilfellum. Ljósrauði liturinn táknar veikt merki og þar má búast við slitróttu sambandi utanhúss og mjög döpru eða engu sambandi innanhúss í mörgum tilfellum. Kortið sýnir áætlaða útbreiðslu farsímakerfanna. Það byggir á tölvugerðri útbreiðsluspá sem gefur almennt nokkuð rétta mynd af raunverulegum móttökustyrk hvers kerfis. Hafa ber þó í huga að um er að ræða spá og því þarf að hafa fyrirvara á því að ýmislegt í umhverfinu getur haft áhrif á merkið í raunveruleikanum. Þar á meðal eru t.d. byggingar og byggingarefni, gróður og jafnvel veðurfar en allt þetta og meira til getur haft áhrif á nákvæmni kortanna. Það sama má segja um skekkjur í gögnum, eins og landupplýsingakerfum og upplýsingum um senda, þó svo að leitast sé við að upplýsingarnar séu eins réttar og kostur er.
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528