Fréttir

Vodafone léttir fólki lífið í flutningum

Það getur verið mjög mikill álagstími að standa í flutningum og að mörgu að huga en þar má nefna nettengingu, jafnvel nettengingu beggja húsnæðanna.

21. febrúar 2024

Sesselía-Sesselía-img

Það getur verið mjög mikill álagstími að standa í flutningum og að mörgu að huga en þar má nefna nettengingu, jafnvel nettengingu beggja húsnæðanna. Til að einfalda fólki lífið á þessum tímamótum býður Vodafone nú upp á fría nettengingu fyrir alla sem standa í flutningum.

Öll þau sem eru að flytja geta nálgast sérstaka innflutningsgjöf hjá Vodafone en gjöfin er 5G háhraðanet án endurgjalds í 60 daga. Innflutningsgjöfin er í boði fyrir alla, óháð búsetu og ekki bundin við viðskiptavini Vodafone.

„Við hjá Vodafone viljum einfalda fólkið lífið á þessum tímamótum og bjóðum því fólki að fá hjá okkur frítt 5G net á meðan það kemur sér fyrir á nýja staðnum svo að allir í fjölskyldunni geti verið vel nettengdir,“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vodafone.

Háhraðanettenging er mikilvæg fyrir samskipti og miðlun og viljum við hjá Vodafone tryggja að fólk sé vel tengt á öllum stöðum í flutningsferlinu án auka kostnaðar, hvort sem þú ert að flytja að heiman í þína fyrstu íbúð, að bíða eftir uppsetningu á ljósleiðaraneti eða þarft tímabundið net á tvo staði.

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528