Samsung Gear IconX

Vörunr. 41873

Algjörlega snúrufrí heyrnartól með innbyggðum skynjurum sem nema hraða, fjarlægð, hjartslátt og geta reiknað brennslu á kaloríum.

Í heyrnartólunum er innbyggt 4GB minni fyrir hlustun án síma, sem þýðir að þau geta geymt allt að 1.000 lög. Þegar síminn er nálægt tengjast heyrnartólin svo við hann með Bluetooth. Heyrnartólin koma í flottu geymsluboxið sem bæði verndar heyrnartólin og er notað til að hlaða þau.

Heyrnartólin haldast þægilega í eyrunum, enda eru þau hönnuð til að sitja föst þrátt fyrir hreyfingu og svita. Auðvelt er að stjórna tónlistinni, svara símtölum eða kveikja á umhverfishljóðum með einföldum hreyfingum á snertifletinum.
Samsung Gear IconX
Veldu lit: