Avea Flare þráðlaus lukt

Vörunr. ELG-1AF109901000

Avea Flare luktinni er stýrt með mjög notendavænu forriti (appi) í símanum þínum sem kallast Elgato Flare. Hægt er að setja upp tímastillingar til að láta luktina vekja sig á morgnana með náttúrulegri birtu.

Luktin gengur fyrir rafhlöðu sem hægt er að hlaða þráðlaust, með því að setja luktina á fallegan disk sem fylgir með. Hver hleðsla dugar í allt að 8 klst. í samfelldri notkun.

Hún er IP65 vatns- og rykvarin svo hún er fullkominn ferðafélagi upp í sumarbústað eða ferðalagið og getur gert heita pottinn eða kvöldgönguna ævintýri líkast.

Helstu eiginleikar og kostir:
- hægt að tengja allt að 10 Avea ljós saman
- hægt að nota innandyra og utan
- 110v og 7W
- Lithium Polymer rafhlaða (fylgir)
- virkar með Android og iPhone
Avea Flare þráðlaus lukt