PlayStation 4 Slim 1TB og Call of Duty

Vörunr. 9851059

Sony PlayStation 4 þarf vart að kynna, en hún hefur verið seld í yfir 40 milljónum eintaka á heimsvísu. Með henni fást óviðjafnanleg myndgæði, hraði og hafsjór áhugaverðra leikja sem auðvelt er að gleyma sér í. Einstaklega auðvelt er að kaupa og hlaða niður leikjum í gegnum PS4, en ekki er þörf á að gera sér ferð í búðina til að kaupa þá. En PS4 er ekki eingöngu hægt að nota til að spila skemmtilegustu tölvuleikina, einnig er hægt að nota hana fyrir afþreyingu frá veitum svo sem Netflix og Spotify.

DualShock 4 stýripinninn er í grunninn eins og eldri gerðir stýripinna nema hann er mun betri! Búið er að bæta næmni allra hnappa og pinna, bæta við næmum snertifleti, ljósi og hljóðnema. Einnig er hann kominn með "Share hnapp" svo hægt er að deila upplifuninni með einum smelli.

Hinn gríðarvinsæli leikur Call of Duty fylgir með.
PlayStation 4 Slim 1TB og Call of Duty