Gear4 Stream3 Wifi hátalari

Vörunr. 26259

Hægt er að tengja marga hátalara saman og stjórna hvernig þeir vinna saman. Ekkert mál er að streyma þó hátalararnir séu á sitthvorri hæðinni eða í mismunandi herbergjum, en hægt er að stjórna hvort þeir spili allir það sama eða mismunandi í hverju herbergi.

Þegar streymt er yfir þráðlaust net (wifi) þarf ekki að þjappa tónlistarskránum svo gæðin haldast óskert. Hægt er að spila tónlist frá öllum helstu tónlistarveitunum og hægt er að tengja hátalarana öllum helstu snjallsímum, spjaldtölvum og tölvum. Rafhlaðan endist í allt að 8 tíma og ef þráðlaust net er ekki nálægt er lítið mál að tengjast hátalaranum með Bluetooth. Ofan á hátalaranum eru 3 flýtihnappar sem þú getur stillt eins og hentar, til dæmis látið þá kveikja á uppáhalds útvarpsstöðinni eða tónlistarveitu.
Myndagallerý

Gear4 Stream3 Wifi hátalari