50 GB fylgja

Samsung Galaxy S9+

Vörunr. 42185

Myndavélin hefur verið endurhönnuð frá grunni og getur hún stillt ljósnæmi sitt eftir aðstæðum hverju sinni, svipað og augun okkar gera. Hún er með enn stærra ljósop en tíðkast hefur (f/1.5) svo myndirnar eru enn skýrari við skert birtuskilyrði. Hægt er að taka upp super-slow motion myndskeið, með 960 myndir á sekúndu.

Samsung Galaxy S9+ er með tvær myndavélar að aftan sem báðar eru 12MP. Önnur er með stillanlegt ljósop f/1.5-2.4 og hin er með fast ljósop f/2.4 en býður upp á flotta þysjun. Vinnsluminnið í S9+ er meira en í S9, eða 6GB, svo hraðinn og úrvinnslan eru með besta móti.

Frammyndavélin er gædd andlitsskanna svo síminn býður upp á þrjár leiðir við auðkenningu; andlitsskanna, augnskanna eða fingrafaraskanna. Einnig getur þú kryddað samtölin þín með því að búa til emoji í þinni eigin mynd og séð hann hreyfa sig eins og þú.

Skjárinn er 6,2“ og með Infinity Display sem þýðir að hann þekur næstum alla framhlið símans. Síminn er að sjálfsögðu vatns- og rykþolinn að stuðli IP68, ásamt því að vera með stækkanlegt minni og getur hann tekið minniskort sem er allt að 256GB.

AKG víðóma hátalarar með Dolby Atmos tryggja flottan hljómburð og AKG heyrnartól fylgja með. Auðvelt er að deila efni á milli tækja, til dæmis úr símanum í Samsung snjallsjónvarp eða skjá.

Er þessi aðeins of stór og mikill? Skoðaðu þá Samsung Galaxy S9 hér

 


10 GB á mánuði í 5 mánuði fylgja með.

Samsung Galaxy S9+
Veldu lit:
Veldu stærð:

Tækniupplýsingar

Ummál og þyngd
Hæð: 158,1 mm
Vídd: 73,8 mm
Þyngd: 189 g

Stýrikerfi
Android

Skjár
Stærð: 6,2"
Týpa: sAMOLED
Upplausn: 2960x1440

Rafhlaða
Týpa: 3500 mAh

Minni
Innra minni: 64 GB
Minniskort: Tekur að 400 GB
Vinnsluminni: 6 GB

Myndavél
Auka myndavél: 8MP f/1.7
Upplausn: Dual 12MP (f/1.5-2.4 og f/2.4)

Hugbúnaður
Íslenska
Tölvupóstur

Annað
Örgjörvi: Áttkjarna (2.7GHz + 1.7GHz)

Gagnatengingar
4G
3,5 Jack
Tethering
NFC
3G
GPRS