Greiðsludreifing Vodafone

Auðveld leið til að eignast nýjan síma

Greiðsludreifing Vodafone er sveigjanleg og hagkvæm leið fyrir viðskiptavini Vodafone, með a.m.k. 6 mánaða viðskiptasögu, að greiða fyrir vörur í verslunum Vodafone.

 

Hvernig virkar greiðsludreifing Vodafone?

Dreifingin er vaxtalaus og fer á fjarskiptareikning viðskiptavinar (t.d. símreikning eða internetreikning). Því er ekkert seðilgjald greitt fyrir þjónustuna, einungis hóflegt lántökugjald í upphafi.

Helsti styrkleiki Greiðsludreifingar Vodafone er sveigjanleikinn, því hægt er að dreifa greiðslu umfram 20.000 kr. fyrir allar vörur sem Vodafone selur í verslunum sínum, ekki eingöngu fyrir ákveðin símtæki. Komdu við í næstu verslun Vodafone, við aðstoðum þig við að finna rétta símann og veitum þér upplýsingar um kostnað og heildargreiðslubyrði.

 

 

Vefverslun Vodafone

Dæmi 1

Viðskiptavinur kaupir síma og hulstur fyrir samtals 50.000 kr. Hægt er að staðgreiða 10.000 kr. og dreifa greiðslum fyrir því sem út af stendur yfir 3-24 mánuði.

Dæmi 2

Dæmi 2: Viðskiptavinur fær símtækjastyrk frá vinnuveitanda upp að 70.000 kr. en langar í símtæki sem kostar 100.000 kr. Auðvelt er að nýta styrkinn frá fyrirtækinu og dreifa síðan því sem út af stendur.

Dæmi 3

Viðskiptavinur kaupir síma á 100.000 kr. og getur dreift öllu andvirðinu á 3 til 24 mánuði.