Við leggjum áherslu á sjálfbærni með tilliti til mannauðs, umhverfis og efnahags.

Jafnrétti

Stefna Vodafone er að gæta jafnréttis á öllum sviðum. Jafnréttismál eru félaginu hugleikin og gætt er að því að starfsfólki sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, kynþáttar/þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, skoðana og annarra þátta. Umburðarlyndi er ríkjandi þáttur í samskiptum á vinnustaðnum.

Jafnréttisnefnd er starfrækt innan fyrirtækisins hefur auk þess sem fyrirtækið markað sér jafnréttisáætlun í samstarfi við Jafnréttisstofu. Áætlunin er í samræmi við ákvæði laga nr. 10/2008 sem á að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsmanna af báðum kynjum. Fyrirtækið hefur einnig farið í gegnum jafnlaunaúttekt hjá PWC þar sem nákvæm greining á stöðu launamála var könnuð eftir kyni með að markmiði að útrýma launamisrétti.

Fræðsla

Fræðsla, þjálfun og þekkingarmiðlun er mikilvægur hluti af starfsemi Vodafone. Starfsmenn eiga kost á að afla sér fræðslu og þekkingar sem miðar að því að auka hæfni þeirra í starfi og efla hæfileika þeirra til að takast á við ný og fjölbreytt verkefni í síbreytilegu starfsumhverfi. Unnið er eftir fræðsluáætlun hjá fyrirtækinu ásamt því sem markviss nýliðafræðsla á sér stað í upphafi starfs.

Jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Áhersla er lögð á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Við leitumst við að finna þann milliveg sem hámarkar afköst og starfsánægju. Framkvæmdar eru árlegar vinnustaðagreiningar til að sjá hvað gengur vel og hvað má fara betur og eru niðurstöðurnar nýttar til að gera enn betur.

Heilsa starfsmanna

Við stöndum vörð um heilsu, öryggi og vellíðan starfsmanna og eru allir hvattir til að huga að heilsunni með því að hreyfa sig, borða hollan mat, vinna bug á streitu og vera meðvitaðir um mikilvægi andlegrar heilsu.

Við höfum einsett okkur að ganga um landið af virðingu, með umhverfisvernd að leiðarljósi. Þannig er ávallt leitast við að framkvæmdir á vegum félagsins valdi sem minnstu umhverfisraski. Stofnun Sendafélagsins, samrekstrarfélags með Nova, um rekstur farsímadreifikerfa félaganna er liður í þessari stefnu en með því náum við að samnýta senda og auka þannig hagræði ásamt því að minnka skaðleg umhverfisáhrif sem og sjónmengun.

Við lágmörkum notkun á óendurnýjanlegum auðlindum og losun skaðlegra efna út í umhverfið eins og kostur er. Starfsfólk er hvatt til að nýta sér fjarfundabúnað þar sem því verður við komið til að lágmarka mengun sem hlýst af ferðalögum jafnt innan lands sem utan.

Vodafone hefur sett sér það markmið að flokka allt sorp sem fellur til í starfseminni, auka þannig endurvinnslu og draga úr ónauðsynlegri urðun á sorpi.

Endurvinnsla

Til að hvetja til endurvinnslu og endurnýtingar á gömlum símtækjum býður Vodafone viðskiptavinum að skila slíkum tækjum í næstu verslun. Sé símtækið í þokkalegu standi kaupir GEMSA oft af viðskiptavini og kemur áfram til endurvinnslu eða endurnýtingar..

Jafnréttisnefnd er starfrækt innan fyrirtækisins hefur auk þess sem fyrirtækið markað sér jafnréttisáætlun í samstarfi við Jafnréttisstofu. Áætlunin er í samræmi við ákvæði laga nr. 10/2008 sem á að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsmanna af báðum kynjum. Fyrirtækið hefur einnig farið í gegnum jafnlaunaúttekt hjá PWC þar sem nákvæm greining á stöðu launamála var könnuð eftir kyni með að markmiði að útrýma launamisrétti.

Samgöngur

Þá hefur félagið sett sér samgöngustefnu með að markmiði að auðvelda starfsfólki að ferðast til og frá vinnu á hagkvæman og vistvænan máta auk þess,að hvetja starfsfólk til að nýta sjálfbæra ferðamáta við leik og störf.

Loftslagsmál

Árið 2015 skrifuðum við undir Loftslagsyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og höfum í því samhengi sett okkur ákveðin markmið í loftslagsmálum. Miðast þau að því að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor okkar.

Rafrænir reikningar

Árið 2012 hóf Vodafone að senda reikninga til viðskiptavina á rafrænu formi til að draga úr pappírssóun. Í dag fá flestir viðskiptavina reikninga á því formi en aðeins 10,7% reikninga eru nú prentaðir.

Fyrirtæki þurfa að tileinka sér það viðhorf að þau geti haft jákvæð áhrif á samfélagið á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Samfélagsábyrgð snýst því ekki eingöngu um það hvernig fyrirtæki ráðstafa hagnaði sínum heldur einnig hvernig þau starfa, til að ná fram tilteknum hagnaðarkröfum.

Það er markmið Vodafone að félagið sé rekið með hagnaði og ráðdeild. Mikil áhersla er lögð á fyrirtækið sé rekið á sem skilvirkastan hátt og að ávallt sé leitað bestu tilboða í þær auðlindir sem notaðar eru án þess þó að það komi niður á gæðum. Notaðar eru samræmdar innkaupaaðferðir fyrir heildina til að tryggja yfirsýn og njóta stærðarhagkvæmni. Þannig er virði samninga hámarkað, fjárfestinga- og rekstrarkostnaður lækkaður, áhætta lágmörkuð og hagnaður þannig aukinn. Vodafone hefur ennfremur notið góðs af því að geta gengið að og notið kjara sem Vodafone Group hefur náð á alheimsvísu.