Samfélagsábyrgð

Samfélagsleg ábyrgð í verki

Vodafone sýnir samfélagsábyrgð í verki með því að sinna hlutverki sínu sem fjarskiptafyrirtæki af fagmennsku og ábyrgð. Við leggjum okkar af mörkum við uppbyggingu og framþróun samfélagsins með því að veita mikilvæga þjónustu og stuðla að virkri samkeppni á markaðnum.

Við stundum ábyrga stjórnarhætti og vinnum eftir skýrum siðareglum með hagsmuni viðskiptavina, starfsfólks, hluthafa og samfélagsins alls að leiðarljósi. Gagnsæi er haft að leiðarljósi þannig að hagsmunaaðilar geti fylgst með okkur og haft áhrif á það hvernig við vinnum með samfélaginu.

Þrjú áherslusvið

Samfélagsábyrgð félagsins skiptist í þrjú áherslusvið; sameiginlegt virði, sjálfbærni og hlítni.

Áhersla er lögð á að hámarka jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í heild og skapa þannig sameiginlegt virði fyrir félagið og alla hagsmunaaðila. Við leggjum einnig áherslu á aukna sjálfbærni og leggjum mikið upp úr því að halda jafnvægi á milli efnahags, umhverfis og samfélags í rekstrinum auk þess sem við störfum í hlítni við íslensk lög, reglur og almenn viðmið.

 

 

 

 

Sameiginlegt virði

Við leggjum okkur fram við að hafa jákvæð áhrif á umhverfið sem við störfum í og samfélagið allt og skapa þannig snjallara samfélag.

Sjálfbærni

Við leggjum áherslu á sjálfbærni með tilliti til mannauðs, umhverfis og efnahags.

Hlítni

Vodafone hefur komið sér upp gildum, ferlum og skipulagi til að koma í veg fyrir að félagið valdi skaða með starfsemi sinni.