Fróði Steingrímsson hdl. skipaður óháður kunnáttumaður

VodafoneVodafone
20.12.2017 15:53

Vodafone vekur athygli á því að skipaður hefur verið óháður kunnáttumaður sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með því að skilyrðum í sátt Samkeppniseftirlitsins við Vodafone sé fylgt eftir. Kunnáttumanninum er sérstaklega ætlað það hlutverk að fylgja eftir ákvæðum sáttarinnar sem ætlað er auðvelda innkomu nýrra aðila inn á markaðinn. Nýjum aðilum í skilningi sáttarinnar er heimilt að leita liðsinnis og leiðbeiningar kunnáttumanns í samningaviðræðum við Vodafone.

Óháður kunnáttumaður er Fróði Steingrímsson hdl., frodi@steingrimsson.is.

Sjá nánar á vef Samkeppniseftirlitsins.