Vegna gjaldtöku á notkun rafrænna skilríkja

VodafoneVodafone
09.11.2016 10:28Allt frá því farið var að bjóða upp á rafræn skilríki í farsíma hefur ákveðinn umsýslukostnaður fallið til hjá Vodafone, í upphafi vegna innleiðingar og í kjölfarið reksturs þjónustunnar. Til þessa hefur Vodafone tekið þennan kostnað á sig. Breyting verður á þann 1. desember nk. Þegar farið verður að innheimta hóflegt gjald fyrir þjónustuna – 15 kr. pr.sms, að hámarki 150 kr. á mánuði.

Aðgerðin er síst hugsuð til að hafa háar upphæðir af viðskiptavinum heldur einungis til að hafa upp í kostnað við rekstur þjónustunnar.