Vodafone á UTmessunni - Þar sem allt tengist

Ingi Björn ÁgústssonIngi Björn Ágústsson
31.01.2018 14:20

 

Ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu fer fram föstudaginn 2. febrúar næstkomandi og yfirskriftin í ár er „Þar sem allt tengist".

Hjá Vodafone höfum við unnið ötullega að tengdum verkefnum undanfarin ár og höfum meðal annars tengt kæla þar sem fylgst er sjálfkrafa með hitastigi, fylgt eftir sendingum út um allan heim og tengt bíla fyrir betri rekstur bílaflota fyrirtækja.

Á UTmessunni munum við að venju veita kaffi á básnum okkar, en kaffiþjónustan hefur slegið í gegn undanfarin ár. Í ár munum við stíga skrefinu lengra og vera með fyrstu tengdu Espresso-vélina á Íslandi frá fyrirtækinu Quality Espresso. Upplýsingar verða sendar á skjá í básnum svo hægt sé að fylgjast með notkun vélarinnar. Hugmyndin er að tengja kaffivél hefur það markmið að því að bæta reksturinn á henni, draga úr kostnaði og bæta nýtingu hennar.

Við ætlum einnig að bjóða ráðstefnugestum að hlaða snjalltækin sín í nýja og örugga hleðslustandinum okkar. Hleðslustandurinn er með 6 skápum sem læsast með lyklum. Ekki er hægt að fjarlægja lykil úr skápnum nema sími sé í hleðslu. Það verður hægt að hlaða allar tegundir snjallsíma og því kjörið að nýta tækifærið á meðan fyrirlestrum stendur og fylla á símann.

Hleðslustandinn má finna á 2. hæð ásamt snjall-ljósastaur, en við höfum hannað stýringar fyrir ljósastaura. Þessum stýringum verður komið fyrir á alla ljósastaura sem verða þá tengdir með mismunandi fjarskiptaleiðum. Mismunandi fjarskiptaleiðir eru nauðsynlegar þar sem ljósastaurarnir geta bætt við sig hlutverkum og þannig orðið fjölnota tæki. Stýringin sem við sýnum á UTmessunni nýtist við að opna tækni og staðla og einfalt er að bæta við þjónustum.

Á laugardaginn ætlum við meðal annars að sýna Ring 2 snjalldyrabjölluna sem leyfir þér að fylgjast með heimilinu þínu hvar sem þú ert. Taktu á móti þínum gestum, spjallaðu við þá og opnaðu fyrir þeim úr snjallsímanum þínum. Einnig munum við sýna hinar vinsælu Nokia snjallvörur sem allar eiga það sameiginlegt að stuðla að bættri heilsu með þægilegum hætti, en vörurnar eru stílhreinar og tala saman með einföldu appi. Hér má finna nánari umfjöllun um Nokia snjallvörurnar og Ring 2 snjalldyrabjölluna.

Líttu við hjá Vodafone á UTmessunni, við tökum vel á móti þér.