Vodafone gerir samninga við stærstu fjarskiptafyrirtæki Rússlands

Guðfinnur SigurvinssonGuðfinnur Sigurvinsson
05.06.2018

#4g #farsími

 

Vodafone á Íslandi er vel undirbúið fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní næstkomandi. Vodafone hefur gert samninga við helstu fjarskiptafyrirtæki Rússlands til að tryggja að viðskiptavinir okkar verði í sem bestu sambandi á meðan knattspyrnuhátíðinni stendur. Vodafone á í miklum samskiptum við rússnesku samstarfsaðila fyrirtækisins sem vinna hörðum höndum að því að tryggja samband fyrir heimamenn og gesti á meðan á mótinu stendur og ættu viðskiptavinir Vodafone því að vera í jafn góðu sambandi og heimamenn. Eins hefur Vodafone á Íslandi gert prófanir í samráði við samstarfsaðila okkar úti á leikvöllum, við leikvelli og í leikborgum til að tryggja virkni.

Ferðapakki Vodafone býður góð kjör fyrir ferðalanga

Viðskiptavinir okkar í Rússlandi sem eru skráðir í Ferðapakka Vodafone, greiða 990 kr.- daggjald en innifalið eru ótakmörkuð símtöl og SMS, sem og 500 MB á dag. Hægt er að skrá sig í Ferðapakkann á Mínum síðum, í gegnum Netspjall Vodafone eða með því að hringja í þjónustuver okkar í síma 1414. 

Öflugt 4G samband innanlands

Fyrir þá Íslendinga sem vilja njóta HM hér heima, hvort sem er í heimahúsi, á samkomum eða í sumarhúsum höfum við einnig gert ráðstafanir til að mæta aukinni umferð. Í upphafi árs 2018 hefur Vodafone ýmist stækkað 4G senda eða uppfært senda í 4G+ til að auka afkastagetu. Meira en tíu 4G sendar á Suðurlandi voru stækkaðir eða uppfærðir og á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess voru meira en 10 sendar uppfærðir í 4G+ en bæði. Viðskiptavinir með og án 4G+ mega eiga von á meiri hraða vegna uppfærslu sendanna. Vodafone hefur auk þessa haldið áfram uppbyggingu á 3G og 4G víða um land en hér er hægt að sjá nýjustu útbreiðsluútreikninga Vodafone á korti.