Hringdu í vini og vandamenn erlendis um jólin
Jens Sigurðsson
Það gleður okkur að tilkynna að við höfum nú gefið út nýja útgáfu af 1414 þjónustuappinu okkar.
Við höfum síðustu mánuði unnið hörðum höndum að þróun appsins með það að markmiði að bæta hraða á öllum þjónustuferlum. Við erum ánægð með útkomuna og hefur biðtími á aðgerðum styst um allt að 90%.
Uppfærsla á appinu er gefin út í nokkrum skömmtum og ættu núna flestir notendur appsins að vera komnir með tilkynningu þess efnis að hægt sé að uppfæra í nýtt 1414 app í sinni app-verslun.
Viðmótið hefur einnig tekið miklum breytingum frá fyrri útgáfu. Appið er hannað af vefstofunni Kosmos & Kaos sem hafa m.a. unnið með okkur undanfarin ár að þróun og viðmótshönnun á vodafone.is.
Meðal helstu eiginleika nýja appsins eru:
Nú er hægt að innskrá sig með rafrænum skilríkjum en einnig verður hægt að skrá sig líka með gamla mátanum (símanúmer og sms) fyrir þá sem eru ekki með rafræn skilríki.
Nú er hægt að skrá og vista kreditkortanúmer í appinu þannig að nú er hægt að fylla á frelsi með tveimur smellum hjá þeim notendum sem hafa skráð kreditkortanúmer í appinu. Þegar kortanúmerið er skráð vistast það með öruggum hætti í kerfum Valitor og notandinn fær sýndarnúmer í appinu sem stuðlar þannig að enn öruggari kortasamskiptum.
Hægt er að fylla á allar gerðir Frelsisnúmera á fjölskyldukennitölu með einföldum hætti en einnig er hægt að fylla á frelsisnúmer hjá öðrum notendum. Í áfyllingarferlinu birtast viðeigandi áfyllingarleiðir efst, þannig fær RISAfrelsis-notandi þær leiðir efst og Young númer sér sínar áfyllingar efst osfrv.
Í stöðuskjánum sér notandinn yfirlit yfir allar sínar þjónustur hjá Vodafone, farsíma, internet, heimasíma og sjónvarp. Einnig sér notandinn yfirlit yfir aðrar farsímaáskriftir á sömu fjölskyldukennitölu og fyllt á frelsið beint úr stöðuskjánum.
Á forsíðu appsins er mælayfirlit yfir gagnamagnsnotkun farsíma, þar sem notandi getur með einföldum hætti séð stöðu áskriftarleiðar sinnar á hverjum tíma.
Netspjall Vodafone er áfram til staðar í appinu og er nú með sama viðmót og margir notendur þekkja hér á vodafone.is.
Við hvetjum alla okkar viðskiptavini til að sækja sér nýja 1414 þjónustuappið í sinni app-verslun.
Jens Sigurðsson
Jens Sigurðsson
Íris Huld Guðmundsdóttir
Jens Sigurðsson
Jóhanna Margrét Gísladóttir
Jens Sigurðsson
Jens Sigurðsson
Atli Björgvinsson