Samsung UHD/4K myndlykillinn kominn á markað

Jens SigurðssonJens Sigurðsson
24.05.2018

#sjónvarp

 

Í dag hefjum við dreifingu á Samsung ofurháskerpumyndlykli Vodafone. Við höfum unnið að þróun á þessum myndlykli undanfarin misseri og erum afar ánægð með útkomuna.

Nýjasta kynslóð myndlykla

Myndlykillinn er af allra nýjustu gerð ofurháskerpumyndlykla og gerir okkur kleift að bjóða allt að fjórum sinnum meiri myndaupplausn en áður.

Hraðvirkari og snarpari

Þar að auki er Samsung myndlykillinn umtalsvert hraðvirkari, snarpari í öllum aðgerðum auk þess sem biðtími í viðmóti styttist til muna.

Frábært háskerpumerki

Viðskiptavinir sem hafa tekið þátt í prófunum á myndlyklinum sjá einnig mikinn mun á myndmeðhöndlun á hefðbundnu háskerpuefni.

Sama mánaðargjald sjónvarpsþjónustu

Mánaðarverð fyrir Vodafone Sjónvarp með Samsung myndlykil er það sama og hjá viðskiptavinum með Amino myndlykil.

Sjón er sögu ríkari

Við erum afar spennt og ánægð með útkomuna úr þessu samstarfi okkar við Samsung en sjón er sögu ríkari. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að koma við í verslunum Vodafone eða hjá umboðsmönnum okkar um allt land og sækja sér nýjan lykil. Sjá hér upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma verslana og umboðsmanna Vodafone.