Vodafone PLAY nú með AirPlay og Chromecast

Jens SigurðssonJens Sigurðsson
28.03.2018

#play #sjónvarp

 

Í dag gefum við út nýja og endurbætta útgáfu af Vodafone PLAY sjónvarpsappinu okkar. Í nýrri útgáfu mega notendur m.a. sjá uppfærslu á framsetningu og skipulagi efnisframboðs auk þess sem spilarinn hefur verið endurbættur, sem og stöðugleiki appsins. Í þessari útgáfu er einnig stuðningur við iPhone X skjástærð.

Stóru fréttirnar eru þær að við höfum nú bætt við möguleikanum að tengja Vodafone PLAY appið við Chromecast og AirPlay. Það þýðir að þeir sem eiga Chromecast tæki eða Apple TV geta nú varpað myndefninu úr símanum yfir á sjónvarpsskjáinn.

Páskahelgin er framundan og margir sem hyggja á ferðalög, því er gaman að geta átt kost á því að taka afþreyingarheim Vodafone PLAY með sér í fríið og geta varpað fjölbreyttu efnisframboði upp á stóra skjáinn.

Sæktu þér Vodafone PLAY appið strax í dag!