Græjaðu ferminguna

Ósk HilmarsdóttirÓsk Hilmarsdóttir
16.03.2018

#farsími #verslun

Í tilefni þess að fermingartímabilið er gengið í garð og sumarið handan við hornið höfum við raðað saman úrvali af vörum og tilboðum sem vert er að kynna sér.

href="https://vodafone.is/vorur/fermingarvorur/">

 

Auka hleðsla fylgir Samsung Galaxy S8 og S8+ 

Með öllum keyptum Samsung S8 og Samsung Galaxy S8+ fá viðskiptavinir að velja á milli tveggja kaupauka, sér að kostnaðarlausu. Hægt er að velja Samsung þráðlausa hleðslu að andvirði 4.990 kr. eða Samsung 10.000 mAh hleðslubanka að andvirði 5.990 kr.

Fjölbreyttur kaupauki með iPhone

Með öllum iPhone er hægt að velja á milli þriggja kaupauka á mismunandi verðum. Hægt er að bæta 3.000 kr. við kaupin og fá Zens þráðlausan hleðslustand að andvirði 6.990 kr.

Fyrir 5.000 krónur aukalega fylgir ANC (Active Noise Canceling) heyrnartól frá XQISIT að andvirði 13.990 kr.

Fyrir 10.000 krónur aukalega fylgir Marley Riddim bluetooth hátalari að andvirði 16.990 kr. en hátalarinn er hannaður af afkomendum Bob Marley sjálfum og mikið lagt upp úr varðveislu umhverfisins við framleiðslu hans.

Viðskiptavinir Vodafone fá 20% afslátt af Vodafone vörum

Vodafone tækin voru nýlega lækkuð í verði en auk þess fá viðskiptavinir Vodafone 20% afslátt af þeim. Þegar Vodafone V8 er keyptur er hægt að bæta 2.000 kr. við kaupin og fá sogskálahleðslubanka frá Alcatel að andvirði 2.990 kr. ásamt glæru hulstri að andvirði 1.490 kr. Sogskálahleðslubankinn festist aftan á símann svo þægilegt er að nota símann á meðan hann er í hleðslu.

Og auðvitað allir hinir

  • Samsung Galaxy S9 og Samsung Galaxy S9+ eru komnir í almenna sölu í öllum verslunum.
  • Valdir LG og Sony símar; á sérstöku tilboði hjá okkur.
  • Garmin, Nokia, Apple og Samsung snjallúr í miklu úrvali. Þegar Nokia snjallúrin eru keypt má bæta 2.000 kr. við kaupin og fá þá fallega leðuról með að andvirði 6.990 kr.
  • Vodafone, Apple og Samsung spjaldtölvur, en með öllum Samsung spjaldtölvum fylgir 32 GB minniskort.
  • Bose, Beats, Apple, JBL og fleiri framleiðendur sjá um tónlistina, fjölbreytt úrval af þráðlausum heyrnartólum og hátölurum.
  • Apple TV, Chromecast, leikjatölvur og fleiri skemmtilegar græjur í aukahlutasafninu okkar.
  • Kúla 3D Bebe er ný vara hjá okkur sem gerir öllum kleift að taka myndir og myndbönd í 3D með snjallsímanum sínum og horfa á myndböndin með 3D gleraugum að eigin vali. Hönnunin er íslensk og við erum stolt af því að styðja við bakið á íslenskum frumkvöðlum og fá þessa merkilegu vöru í vöruúrvalið okkar.
  • Everest snjallstílabókin gerir þér kleift að skrifa og senda glósurnar þínar (eða teikningar eða útreikninga eða hvað sem er) beint í skýið, póstinn, OneNote eða hvert sem hentar, beint úr snjallsímanum með einföldum hætti. Þá er hægt að stroka allt út með því að strjúka yfir blaðsíðuna með rökum klút.

Með öllum snjallsímum fylgir 50 GB af gagnamagni.

Starfsfólk okkar hefur hlotið góða þjálfun við að aðstoða viðskiptavini við að velja rétta vöruna fyrir hvert tilefni - Við tökum vel á móti þér!