Nýjar Internetleiðir Vodafone

Jens SigurðssonJens Sigurðsson
01.02.2018

#internet #ljósleiðari

 

Vodafone kynnir til leiks nýjar Internetleiðir fyrir allar dreifileiðir (ljósleiðara, ljósnet og ADSL).

Hámarkshraði í öllum pökkum

Allar þjónustuleiðirnar eru á mesta mögulega hraða sem er í boði fyrir heimilið. Ljósleiðaravædd heimili eiga því kost á 1000 Mb/s hraða.

Allt gagnamagn talið

Nýju Internetleiðirnar okkar telja allt gagnamagn; upp- og niðurhal á bæði innlendri og erlendri umferð. Hægt er að fylgjast með notkuninni á Mínum síðum.

Betra WiFi með Netbeini + Aðgangspunkti

Með nýju Internetleiðunum okkar bjóðum við nú upp á að fá netbeini ásamt aðgangspunkti, sem sér til þess að þráðlausa netið dreifist betur um heimilið, fyrir aðeins 1.490 kr./mán. Viðskiptavinir okkar geta fengið ráðgjafa heim til sín sem mælir gæði netsambandsins (WiFi) í öllum herbergjum og ráðleggur hvar best sé að staðsetja beininn og aðgangspunktinn þannig að fullt netsamband náist um allt heimilið.

Kynntu þér nýjar Internetleiðir Vodafone.