Hopster semur við Viacom um að færa íslenskum áhorfendum Hvolpasveitina í Vodafone PLAY

Guðfinnur SigurvinssonGuðfinnur Sigurvinsson
01.02.2018

#play #sjónvarp

 

Hopster, sem er leiðandi áskriftarveita á sviði barnaefnis fyrir yngstu kynslóðina, hefur samið við fjölmiðlafyrirtækið Viacom, sem framleiðir hina geysivinsælu barnaþætti Hvolpasveitina, um að hafa þættina til sýningar í áskriftarveitunni Vodafone PLAY. Þar getur fólk nálgast þættina þegar því hentar.

Samningurinn nær til 20 þátta af uppáhalds hvolpa björgunarsveit þjóðarinnar undir forystu hins knáa Róberts. Frá því þættirnir um Hvolpasveitina komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2013 hafa þeir trónað efst á vinsældalistum yngstu áhorfendanna sem eru ekki komnir á skólaaldur. Þættirnir eru margverðlaunaðir og hafa m.a. hlotið hin virtu Annie-verðlaun í framleiðslu barnaefnis.

Frá því að Hopster tók Hvolpasveitina til sýninga hafa þættirnir fengið mest áhorf í sögu áskriftarveitunnar og slegið öll fyrri met í fyrstu viku sýninga.

Ellen Solberg, framleiðslustjóri Hopster, segist vera mjög spennt að geta nú sýnt Hvolpasveitina í Hopster á Íslandi enda sé þetta barnaefni sem foreldrar óska helst eftir fyrir börn sín. „Þetta er dásamlegur sjónvarpsþáttur sem börn hrífast af og geta lært af. Það er okkar trú að góð barnaskemmtun eigi jafnframt að vera fræðandi en aðdáendur Hvolpasveitarinnar læra sitthvað um samvinnu, virðingu fyrir öðrum og að hjálpa öðrum í neyð.“

„Við erum gríðarlega ánægð með samstarf okkar við Hopster og við sjáum á notkun viðskiptavina okkar að þau eru sama sinnis. Við leggjum mikinn metnað í að bjóða yngstu kynslóðinni upp á afþreyingu sem er þeim að skapi og allt það efni sem er í Hopster er talsett ásamt Hopster appinu sjálfu sem er allt á íslensku. Hvolpasveitin hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og við erum glöð og stolt af því að geta boðið upp á þessa frábæru þætti sem börnin geta horft á þegar þeim hentar,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Vodafone.

Boðið er upp á Hopster í Vodafone PLAY áskriftarveitunni. Hopster er stolt af að geta boðið upp á öruggt gæða barnaefni sem foreldrar geta treyst ásamt sérvöldum íslenskum barnaþáttum. Nýjasta samningurinn við

Viacom kemur í kjölfar samnings Hopster við Myndform sem tryggði sýningarréttinn á Mæju býflugu og Línu langsokki.

Nánari upplýsingar um Hopster má finna hér.