Öryggi og þægindi með Ring 2 snjalldyrabjöllunni

Ósk HilmarsdóttirÓsk Hilmarsdóttir
19.01.2018

#vefur #verslun

Nýverið hófum við sölu á Ring 2 snjalldyrabjöllunni og í tilefni Janúarbombunnar er hún á 20% afslætti til 22. janúar.

Dyrabjallan er með myndavél, hljóðnema og hátalara og tengist hún þráðlausu neti heimilisins svo þú getur fylgst með öllum þeim sem banka upp á heima hjá þér, hvar sem þú kannt að vera og átt samræður við viðkomandi á meðan þú fylgist með á skjánum. Í dyrabjöllunni eru stillanlegir hreyfiskynjarar og þú færð tilkynningu um leið og þeir nema hreyfingu eða þegar ýtt er á hnappinn á dyrabjöllunni. Myndavélin er með breiðlinsu og nætursjón og tekur hún upp í 1080 HD, en hægt er að stilla hreyfiskynjarana þannig að þú afmarkir það svæði sem þú vilt fylgjast með.

Ring 2 er snúrulaus og mjög einföld í uppsetningu. Hún gengur fyrir rafhlöðu sem endist í nokkra mánuði á einni hleðslu en auðvelt er að taka rafhlöðuna úr (ekki þarf að taka dyrabjölluna niður) og hlaða yfir nótt.

Ring 2 dyrabjallan virkar með iOS, Android, Mac og Windows 10. Viðmótið er allt hið þægilegasta og hefur það fengið mjög góð viðbrögð frá notendum.

Við mælum með að kaupa einnig Chime, en það er búnaður sem er stungið í samband við rafmagn, tengist þráðlaust við dyrabjölluna og gefur frá sér „ding-dong“ hljóð þegar ýtt er á dyrabjölluna.

Þú færð Ring 2 hér í vefverslun eða í næstu verslun Vodafone.