Nýtt og betra viðmót Vodafone Sjónvarps

Jens SigurðssonJens Sigurðsson
06.11.2017

#einstaklingar #fyrirtæki #leigan #play #sjónvarp

Í dag kynnum við nýtt og betra Vodafone Sjónvarp. Uppfærslur verða framkvæmdar í nokkrum áföngum og munu viðskiptavinir Vodafone verða varir við umbætur á bæði viðmóti og virkni kerfisins á næstu misserum.

Með uppfærslunni komum við til móts við þær óskir og ábendingar sem komu fram í notendaprófunum og er von okkar að viðmótið sé nú aðgengilegra og leysi þarfir viðskiptavina okkar enn betur en áður.

Uppfærslan snýr einna helst að endurhönnun útlits og bættu notendaferðalagi viðskiptavinarins, en meðal helstu eiginleika nýja kerfisins eru:

Fullt af nýjungum í Tímavélinni

Tímavélin er nú í boði í yfir 100 stöðvum í Vodafone Sjónvarpi og nær allt að 48 klst. aftur í tímann.

  • Haltu áfram að horfa: Nú er hægt að halda áfram yfir á næsta atburð / á næsta dagskrárlið í Tímavélinni þegar þeim fyrri lýkur.
  • Fram og til baka: Það er líka hægt að fara til baka á fyrri atburð / í fyrri dagskrárlið án þess að stöðva afspilun.
  • Settu á pásu: Það er nú hægt að ýta á pásu meðan á áhorfi stendur.

Stórbætt Frelsi

Við erum búin að stórbæta framsetninguna á frelsisefni sjónvarpsstöðvanna; nú eru þáttaraðir flokkaðar saman og hægt að leita eftir efni bæði í tíma- og stafrófsröð. Auk þess sem ítarlegri upplýsingar og myndefni eru um þáttaraðir og þætti. Kerfið heldur líka sjálfkrafa áfram að spila næsta þátt (e. binge watching) þegar þeim fyrri lýkur.

Stórbætt þáttayfirlit

Þáttayfirlit hefur verið endurbætt, sem og ferðalag um þáttaraðir og þætti innan þáttaraðar. Ítarlegar upplýsingar og myndefni um þáttaraðir og þætti. Þáttaraðir spilast líka sjálfkrafa (e. binge watching) þegar þeim fyrri lýkur.

Nýr ítarupplýsingaskjár

Ítarupplýsingaskjárinn, þ.e. skjárinn sem þú færð upp rétt áður en þú pantar þátt eða bíómynd, hefur líka tekið stakkaskiptum.

Nákvæmari leit

Leitin hefur verið endurskrifuð frá grunni og birtir nú mun betri og nákvæmari leitarniðurstöður en áður, t.d. með því að sýna hvaða flokki (Leigan, Vodafone PLAY, Hopster, Cirkus osfrv.) efnið tilheyrir. Einnig flokkar hún þætti saman þannig að einungis er ein leitarniðurstaða fyrir hverja þáttaröð. Síðast en ekki síst geymir hún síðustu leitir sem hafa verið framkvæmdar.

Endurbætt útlit Vodafone PLAY, Hopster, Cirkus og Leigunnar

  • Endurbætt þáttayfirlit, ferðalag um þáttaraðir og þætti innan þáttaraðar. Ítarlegar upplýsingar og myndefni um þáttaraðir og þætti.
  • Meira efni sýnilegt beint af forsíðu og hægt að ferðast um viðmótið bæði lárétt og lóðrétt.
  • Einnig hafa SD & HD útgáfur af myndum verið sameinaðar og stendur nú viðskiptavinum til boða besta útgáfan af myndinni hverju sinni.
  • Nú er líka allt barnaefnið í kerfinu aðgengilegt á einum og sama staðnum í gegn um Barnaefnis-flísina á forsíðunni.

Allt barnaefni á einum stað

Í gegn um Barnaefnis-flokkinn á forsíðu Vodafone sjónvarps er nú hægt að nálgast allt það barnaefni sem er í boði frá RÚV, Stöð 2, Vodafone PLAY, Leigunni og Hopster.

Nýtt dagskráryfirlit

Dagskráryfirlitið hefur verið stórbætt og státar nú af lifandi sjónvarpsstraumi og ítarupplýsingum um valinn dagskrárlið.

Forsíðan

Forsíðan hefur einnig fengið andlitslyftingu með nýju valmyndakerfi og bakgrunnslit.

Við vonum að þessar breytingar komi til með að auka upplifun þína af Vodafone Sjónvarpi og einfaldi þér að finna réttu afþreyinguna fyrir þig og þína!

Þú getur keypt þér áskrift að Vodafone Sjónvarpi með einföldum hætti hér á vefnum.