Ný og spennandi framtíð með Vodafone

Bára Mjöll ÞórðardóttirBára Mjöll Þórðardóttir
06.10.2017

#einstaklingar #fyrirtæki #vodafone #vörumerki

Í dag er skemmtilegur dagur hjá Vodafone á heimsvísu en félagið kynnir í dag nýtt útlit, slagorð og uppfært merki.

Síðastliðið ár er búin að eiga sér stað mikil vinna við endurmörkun hjá Vodafone, sem ætlar sér að vera leiðandi í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á fjarskipta- tæknimarkaði.

Fjórða iðnbyltingin er mætt og hefur hún svo sannarlega áhrif á okkur öll. Það eiga allir að geta nýtt sér nýja og spennandi tækni, sama hvar eða hvernig þeir kjósa að gera það. Mörg fyrirtæki eru í þessu samhengi farin að huga að sínu stafræna umbreytingarferli og skipar Vodafone þar stóran sess með því að tengja tæki í gegnum hlutanetið (IoT) og fleiri nýjungar. Framtíðin opnar heim nýrra tækifæra og áskorana sem mikilvægt er að nýta til að bæta samkeppnishæfni til framtíðar.

Nýtt útlit mun leggja meiri áherslu á talbólu Vodafone, en talbólan er alþjóðlegt tákn sem stendur fyrir samskipti og flestir tengja nú þegar við Vodafone. Talbólan mun framvegis birtast í öllu markaðsefni Vodafone.

Merkið mun einnig birtast framvegis í 2D hönnun ekki 3D hönnun líkt og áður.

Framtíðin er spennandi. Ertu til?