Við aukum nethraðann á Norðurlandi - Fáðu 1000 Mb/s

Daníel TraustasonDaníel Traustason
14.09.2017

#einstaklingar #fyrirtæki #internet #ljósleiðari

Þeir Norðlendingar sem ná ljósleiðara Tengis geta nú fengið enn meiri hraða en áður eða 1000 Mb/s. Á þetta m.a. við um Akureyri, Dalvík, Þingeyjarsveit, Grenivík og Eyjafjarðarsveit.

Með 1000 Mb/s sækir þú gögn á leifturhraða, horfir á myndbönd í bestu mögulegum gæðum og eyðir minni tíma en áður í að bíða eftir efni.

Fjölgun snjalltækja inn á heimilum og afþreyingarefni sem horft er á yfir internetið kallar á enn meiri bandvídd en áður. Efnisveitur á borð við Netflix og YouTube leggja mikla áherslu á aukin gæði á öllu myndefni og nýtur 4K myndefni þessara veitna sín í botn með meiri hraða – sem skilar upplifuninni enn betur heim í stofu.

Hjá Vodafone höfum við það að leiðarljósi að bjóða viðskiptavinum okkar upp á það besta sem í boði er hverju sinni og er þetta enn einn áfanginn á þeirri vegferð.

Kíktu við í verslun okkar á Glerártorgi eða hafðu samband við okkur í 1414 og fáðu hágæða netsamband heim til þín.