Hraust í haust - vörur sem hjálpa þér að ná árangri

Ósk HilmarsdóttirÓsk Hilmarsdóttir
13.09.2017

#einstaklingar #farsími #verslun

Við hjá Vodafone tökum vel á móti haustinu og ætlum ekkert að gefa eftir í heilsurækt þó sólargeislum fari ört fækkandi. Við leggjum mikið upp úr heilsusamlegu líferni og höfum tekið saman nokkrar vörur sem stuðla að hreysti og skemmtilegum stundum á komandi mánuðum.

Tilboð á Samsung 

Helst ber að nefna tilboð á Samsung Galaxy S8 og S8+, en áhugasamir geta greitt 5.000 kr. aukalega og fá þá Samsung Gear Fit 2 heilsuúr með í kaupunum. Úrið er að andvirði 29.990 kr. og mælir það hjartslátt, kaloríubruna, skref, hraða og fleira.

Einnig erum við með tilboð á hinum glæsilegu Samsung Gear S3 úrum, en með hverju seldu úri fylgja Level Active heyrnartól sem eru kjörin í ræktina, hlaupið eða aðra hreyfingu. Nett en öflug útivistarmyndavél fylgir Sony Xperia XZ Premium. Vélin heitir Sony AZ1VR Action Cam Mini og hún er frábær valkostur þegar mynda á viðfangsefni á hreyfingu.

Nýjar Nokia snjall-heilsuvörur

Gaman er að segja frá því að við höfum hafið sölu á Nokia snjall-heilsuvörum. Vörurnar eru stílhreinar og notendavænar og hægt er að tengja þær allar saman með appi sem heitir HealthMate og er með einfaldasta móti. Hitamælir sem mælir hitastig án þess að snerta húðina, vigt sem þekkir notendur og einfaldur blóðþrýstingsmælir eru dæmi um vörur sem eru í Nokia línunni, að ónefndum Steel úrunum sem eru látlaus og nett en einkar nákvæm og með frábæra rafhlöðuendingu.

Endalaust úrval snjallra aukahluta

Garmin heilsuúr til að skrá hreyfingu og svefn, Adidas hlaupavörur fyrir mestu þægindin í skokkinu og Weber iGrill 2 kjöthitamælir til að máltíðirnar séu rétt eldaðar eru meðal vara sem nýtast vel á næstu vikum. Að sjálfsögðu bjóðum við upp á úrval heyrnartóla sem gera ræktarferðirnar og útiveru mun skemmtilegri og útiveruna ævintýri líkast. Við bjóðum heyrnartól frá Bose, JBL, Plantronics, Samsung, Plantronics og fleirum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

House of Marley vörulínan komin

Nýverið hófum við sölu á House of Marley vörulínunni sem er hönnuð og framleidd með umhverfis- og góðgerðarmál að leiðarljósi. Í línunni má meðal annars finna hágæða plötuspilara ásamt nokkrum gerðum af þráðlausum hátölurum og heyrnartólum.

20% afsláttur af Vodafone vörum

Við viljum minna á að allir viðskiptavinir Vodafone fá 20% afslátt af hinum vinsælu Vodafone tækjum sem nú eru fáanleg með íslensku stýrikerfi. Úrval aukahluta er fyrir þessi tæki, sem og flesta farsíma á markaðnum í dag.

Við hlökkum til að taka vel á móti þér og sýna þér dýrðina.