Stærra og betra Young

Daníel TraustasonDaníel Traustason
05.09.2017

#einstaklingar #farsími #oneÞað er óhætt að segja að viðskiptavinir Vodafone hafi tekið RED Young gríðarlega vel allt frá því að það var kynnt til sögunnar árið 2014. RED Young gerir foreldrum sem eru með Vodafone RED farsímaáskrift kleift að veita börnum sínum og ungmennum undir 25 ára aldri ótakmörkuð símtöl og SMS auk 1 GB af gagnamagni á mánuði án viðbótargjalds.

Meira innifalið í RED Young

Gagnamagnsnotkun heldur áfram að aukast og samhliða þeirri þróun hefur RED Young sífellt stækkað. Þegar RED Young fór í loftið fyrir þremur árum voru 50 MB innifalin sem stækkaði upp í 1 GB á síðasta ári. Nú göngum við enn lengra og tvöföldum innifalið gagnamagn sem þýðir að þeir sem eru með RED Young fá nú 2 GB innifalin sér að kostnaðarlausu.

SMART Young bætist í hópinn

Önnur breyting sem á sér stað er að þeir viðskiptavinir sem eru með SMART farsímaáskrift stendur til boða að fá SMART Young kort fyrir börnin sín og ungmenni. Líkt og á við um RED Young þá stendur SMART Young þeim til boða sem eru undir 25 ára aldri svo lengi sem foreldri eða forráðamaður viðomandi er með SMART farsímaáskrift. Með SMART Young fylgja ótakmörkuð símtöl og SMS ásamt 1 GB af inniföldu gagnamagni á mánuði. Allt þetta fyrir 0 kr.!

Enn meira gagnamagn í boði

Þetta eru þó ekki einu breytingarnar fyrir Young notendur því ef að innifalið gagnamagn dugar ekki stendur til boða að kaupa auka gagnamagn. Því geta allir þeir sem eru með Young kort, hvort sem það er SMART Young eða RED Young, fengið 10 GB til viðbótar við innifalið gagnamagn fyrir aðeins 1.990 kr. á mánuði.

Öll fjölskyldan á einum stað

Það er einfalt og þægilegt fyrir fjölskylduna að hafa öll sín viðskipti á einum stað. Með því að ganga í Vodafone ONE þar sem þú velur þann pakka sem hentar þér og þínum getur þú notið góðs af því að hafa allt á einum stað þar sem þú færð ávinning með hverri keyptri grunnþjónustu. Kynntu þér málið hér á Vodafone ONE síðunni eða fáðu símtal frá söluráðgjafa okkar.