#snjallundirstýri

Atli BjörgvinssonAtli Björgvinsson
05.07.2017

#einstaklingar #fyrirtæki #snjallundirstýri #vodafone


Snjalltæki eru frábær – það er óumdeilt en því miður hefur notkun þeirra undir stýri aukist um of. Það teljum við mikla óheillaþróun enda er stórhættulegt að nota slík tæki við akstur auk þess sem það er bannað með lögum. Tölfræði frá löndunum í kringum okkur bendir til að banaslysum og alvarlegum bílslysum vegna farsímanotkunar fjölgi stöðugt og er hún nú ein af helstu ástæðunum fyrir þess konar umferðarslysum. Þessu viljum við breyta og fá þig í lið með okkur.

Ert þú með góða hugmynd?

Hvernig stuðlum við að bættri umferðarmenningu þar sem ökumenn eru með augun og eyrun við aksturinn og farsímann í hanskahólfinu?

Vodafone í samstarfi við Landsbjörg stendur nú fyrir átaksverkefni þar sem markmiðið er að breyta viðhorfi fólks um notkun snjalltækja í umferðinni. Settu innlegg á Instagram eða Facebook með þinni tillögu að því hvernig við getum verið snjallari undir stýri og merktu með myllumerkinu #snjallundirstýri. 

Hugmyndin getur verið í formi ljósmyndar eða myndbands, þú hefur valið. Aðalatriðið er að hugmyndin sé snjöll og veki fólk til umhugsunar um málefnið.


Veglegir vinningar:

Við birtum svo vinsælustu innleggin á Facebook-síðu Vodafone; þar sem dómur lesenda ræður og myndin eða myndbandið sem stendur uppi með flest like þann 18. september (vinsælasta hugmyndin) mun fá glæsilegan iPhone 7 Plus að gjöf. Einnig verða veitt verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina (Bose QC 35 Bluetooth heyrnartól) og skemmtilegasta myndbandið (JBL Flip 4 Bluetooth hátalari).

Verum snjöll undir stýri og hjálpumst að við að auka öryggi í umferðinni!

#snjallundirstýri