RISAfrelsi snýr aftur

Daníel TraustasonDaníel Traustason
03.07.2017

#einstaklingar #frelsiVodafone býður nú upp á nýtt og endurbætt RISAfrelsi. RISAfrelsi sló svo sannarlega í gegn þegar það var kynnt til sögunnar sumarið 2009 og nú endurvekjum við það en að sjálfsögðu með enn meira inniföldu gagnamagni og mínútum en nokkru sinni fyrr!

Betri pakkar en áður

Nú eru þrír pakkar í boði fyrir RISAfrelsi þar sem eini munurinn er innifalið gagnamagn. Allir pakkarnir eiga það sameiginlegt að vera með ótakmarkaðar mínútur, ótakmörkuð SMS ásamt því að Reiki í Evrópu er innifalið. Gagnamagnspakkarnir eru frá 1 GB upp í 15 GB en þú velur einfaldlega þann pakka sem hentar þinni notkun.

Einfaldara að fylla á RISAfrelsi

Það er auðvelt og þægilegt að fylla á RISAfrelsið þitt. Með betrumbættum leiðum getur þú nú fyllt á það í gegnum:

  • Heimabankann þinn
  • vodafone.is
  • 1414 appið
  • Þjónustuver Vodafone í síma 1414
  • Verslanir Vodafone (Suðurlandsbraut 8, Kringlunni, Smáralind og Akureyri)

Þú þarft því aldrei að hafa áhyggjur af því að verða inneignarlaus því áfyllingarleiðirnar eru fjölmargar.

Kynntu þér RISAfrelsis pakkana hér og finndu þann pakka sem hentar þér best strax í dag!