Höfuðstöðvar Vodafone og ný verslun opna á Suðurlandsbraut 8

Stefán SigurðssonStefán Sigurðsson
22.06.2017

#besta #einstaklingar #fyrirtæki #verslun #vodafone

Föstudagurinn 23. júní verður spennandi dagur í sögu Vodafone því þá opna nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins við Suðurlandsbraut 8 ásamt nýrri og glæsilegri verslun á 1. hæð hússins. Samdægurs lokar verslun Vodafone í Ármúla 13a.

Hönnun og fyrirkomulag nýju verslunarinnar er unnið í nánu samstarfi við Vodafone Group og sett upp í samræmi við útlit sem fjarskiptafélagið hefur unnið fyrir verslanir sínar á heimsvísu. Verslunin að Suðurlandsbraut er sú þriðja hér á landi sem er sett í þennan búning og er hún ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Við hönnun verslunarinnar voru þarfir viðskiptavina og starfsmanna hafðar að leiðarljósi og lagt upp með að aðgengi viðskiptavina að vörum og þjónustu sé sem auðveldast og þægilegast. 

Flutningur starfseminnar að Suðurlandsbraut 8 markar nýtt upphaf hjá Vodafone og innleiðingu á nýju, nútímalegu og sveigjanlegu vinnuumhverfi, BESTA, sem unnið er að forskrift Vodafone Group. BESTA vinnuumhverfið er opið vinnurými með fjölbreyttri vinnuaðstöðu sem hentar mismunandi verkefnum hverju sinni. 

Starfsemi höfuðstöðva Vodafone flyst ekki öll á einum degi heldur í áföngum í sumar og verður alfarið komin á Suðurlandsbraut 8 í haust. 

Kíktu inn í nýja og glæsilega verslun okkar að Suðurlandsbraut 8 – við tökum vel á móti þér.

Hér má nálgast upplýsingar um opnunartíma verslana Vodafone.