Vodafone á Íslandi fellir niður reikigjöld fyrir Evrópu 15. júní 2017

Guðfinnur SigurvinssonGuðfinnur Sigurvinsson
13.06.2017

#einstaklingar #farsími #fyrirtæki #útlöndVodafone á Íslandi fagnar flýtimeðferð stjórnvalda á nýsamþykktri reglugerð Evrópusambandsins um afnám reikigjalda sem tryggir innleiðingu reglugerðinnar frá því hún tekur gildi 15. júní næstkomandi fyrir viðskiptavini Vodafone. Viðskiptavinir fyrirtækisins njóta þannig ávinningsins um leið og aðrir íbúar Evrópu og geta notað símtæki sín í Evrópu eins og hér heima, á það bæði við um farsíma- og netáskriftir.

Síðustu mánuði hefur Vodafone á Íslandi unnið náið að undirbúningi innleiðingarinnar í samstarfi við Vodafone Group sem starfar um alla Evrópu en samstarfið tryggir að viðskiptavinir Vodafone á Íslandi fá sambærilega útfærslu á „Roam like Home“ á ferðalögum sínum og gerist á öðrum Evrópumörkuðum. Vodafone tryggir hágæða 4G samband í yfir 40 löndum.

ONE Traveller-pakki Vodafone verður áfram leiðandi á markaðnum fyrir þá sem eru að ferðast utan Evrópu. Vodafone hefur ávallt lagt mikið upp úr því að viðskiptavinir njóti bestu mögulegu kjara og gæða þegar kemur að notkun á farsíma erlendis og hefur leitt þá þróun á íslenskum fjarskiptamarkaði í krafti samstarfsins við Vodafone Group. Þannig erum við stolt af þeim vörum sem félagið hefur verið í fararbroddi með á íslenskum fjarskiptamarkaði - allt frá Vodafone Passport (2009), Euro- og USA Traveller (2013) og núna síðast ONE Traveller (2016).

Nánari upplýsingar má finna á upplýsingasíðu Reiki í Evrópu.