The Arts Hour hjá BBC tekinn upp á Íslandi

Guðfinnur SigurvinssonGuðfinnur Sigurvinsson
13.06.2017

#samstarf #sjónvarpVodafone er stoltur samstarfsaðili breska ríkisútvarpsins BBC á Íslandi en BBC stendur annað kvöld þann 14. júní klukkan 20:00 fyrir áhugaverðum viðburði í Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12 þegar útvarpsþátturinn The Arts Hour verður tekinn upp. Almenningi gefst kostur á að sitja í sal þegar upptakan fer fram og aðgangseyrir er enginn. Eins og nærri má geta fjallar þátturinn um íslenskt lista- og menningarlíf.

Stjórnandi þáttarins Nick Bedi fær til sín góða gesti eins og Reykjavíkurdætur sem taka lagið og það sama gerir hljómsveitin Mammút. Ari Eldjárn treður upp með gamanmál og sérstakir gestir verða rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Andri Snær Magnason og leikarinn Ólafur Darri Ólafsson en þáttaröðin Ófærð (Trapped) hefur átt velgengni að fagna í Bretlandi.

The Arts Hour hefur verið tekinn með sambærilegu sniði í heimsborgunum París, Jerúsalem, Jaipur, New Orleans and Berlín.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Miði.is.