Vodafone styður dag rauða nefsins

Guðfinnur SigurvinssonGuðfinnur Sigurvinsson
07.06.2017

#einstaklingar #samstarf #unicef #vodafoneVodafone er einn aðalstyrktaraðili dags rauða nefsins sem er langstærsti viðburður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Dagur rauða nefsins verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 9. júní næstkomandi og nær hápunkti í beinni útsendingu á RÚV um kvöldið þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.

Grínstjórar á degi rauða nefsins eru leikkonurnar og grínistarnir Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir. Í þættinum verða sýndir ótal sketsar sem þær ásamt fjölda listamanna eiga heiðurinn af en vel yfir 100 manns koma fram í þeim.

Starfsfólk Vodafone gefur vinnu sína með því að svara í símann í höfuðstöðvum Vodafone að Ármúla 13a ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum og verður sent beint út frá símaverinu. Með átakinu vill UNICEF skemmta fólki og vekja um leið athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Vodafone hvetur alla til að leggja sitt af mörkum og leggja góðu málefni lið.