12stig.is spáði nánast hárrétt fyrir um úrslitin

Guðfinnur SigurvinssonGuðfinnur Sigurvinsson
11.05.2017

#12stig #einstaklingarLandsmenn sleikja nú sárin enda ljóst að Svala okkar kemst ekki áfram í aðalkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn kemur. Eftir fyrri undankeppnina er áhugavert að sjá að lesendur 12stig.is voru glettilega nálægt úrslitum en eins og í fyrra voru þeir með 9 af 10 lögum rétt, að frátöldu Íslandi. 12stig.is spáði tékkneska laginu framhaldslífi í Eurovision og hefur aðeins þar rangt fyrir sér.

Ef við setjum eigin hlutdrægni til hliðar má af þessu ráða að þau lög komast sannarlega áfram sem falla fólki almennt í geð og kenningar um klíkuskap því líklega reistar á veikum grunni. Það verður spennandi að sjá hvort 12stig.is spáir líka rétt í seinni undankeppninni í kvöld og svo í aðalkeppninni á laugardaginn.

Líf og fjör var þá á RÚV2 þar sem keppnin var send út á sérstakri tístrás. Ljóst er að landinn hefur miklar skoðanir á keppninni og keppendum því 7.243 tíst bárust frá 1965 einstökum notendum. 564 tíst fjölluðu um Svölu sem naut mikillar hylli og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína þrátt fyrir úrslitin.

Instagram leikurinn heldur áfram

Fyrir þau sem fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum þá minnum við á Instagram leikinn okkar sem er í fullum gangi, en fylgjendur okkar á Instagram eiga möguleika á því að vinna Snapchat gleraugu, Bose heyrnartól eða Garmin snjallúr. Þið getið einnig tekið þátt í „live“ leiknum á vefslóðinni 12stig.is, þegar seinni undankeppnin og úrslitakeppnin fara fram, og átt möguleika á að vinna glæsilegan Samsung Galaxy S8 síma.