Stökkpallurinn - Brúar bilið frá hugmynd að vöru

Arnar BentssonArnar Bentsson
18.04.2017

#einstaklingar #fyrirtæki #nýsköpun #samstarf #vodafone


Vodafone og Startup Iceland kynna Stökkpallinn. Stökkpallurinn viðskiptaþróunarkeppni er nú haldin í annað skiptið og hefur það markmið að leggja áherslu á að styðja frumkvöðla í að þróa vörur og koma þeim á markað. Samstarfið er liður í stuðningi Vodafone sem bakhjarls Startup Iceland þriðja árið í röð og endurspeglar áherslu félagsins á nýsköpun og samfélagsábyrgð.

Hugmyndin að Stökkpallinum byggir á að brúa þá stóru hindrun sem mætir frumkvöðlum að stíga skrefið frá hugmynd að vöru yfir í að sanna virði hennar með markaðssetningu og sölu.

Startup Iceland og Vodafone blása til samkeppni sem miðar að því að aðstoða íslenska frumkvöðla við að stíga þetta mikilvæga skref.

Tækifæri til að koma hugmynd að vöru á markað í samvinnu við Vodafone

Stökkpallurinn er samkeppni þar sem öll nýsköpunarfyrirtæki og/eða frumkvöðlar geta sótt um þátttöku í. Allt að fimm þátttakendur verða valdir úr hópi umsækjenda og fá tækifæri til að koma hugmynd að vöru á markað í samvinnu við Vodafone. Lagt er mat á möguleika til sölu og markaðssetningar í samvinnu við frumkvöðla. Uppfylli vara þær kröfur sem gerðar eru gæti frumkvöðlinum boðist dreifingarsamningur um að koma henni á framfæri innan sölunets Vodafone á Íslandi. Virðið fellst í að skapa tekjur til frekari þróunar auk þess að sýna fram á virði vöru með tilvísun í árangur sem nýta má til sóknar á alþjóðlegum markaði.

Þátttakendur sem verða valdir fá:

  • Tækifæri til að kynna hugmyndina/fyrirtækið fyrir áhrifamiklum einstaklingum úr íslenska- og alþjóðlega frumkvöðlaumhverfinu á Startup Iceland ráðstefnunni í maí næstkomandi
  • „Stefnumót“ við sérvalda fyrirlesara ráðstefnunnar
  • Tilsögn sérfræðinga Vodafone við þróun á hugmyndinni að vöru á markaði
  • Vinnustofur með sérfræðingum þar sem farið er yfir þætti fylgjandi sókn á alþjóðlegan markað, meðal annars markaðs- og kynningarmál, almannatengsl, sölu, fjárfestakynningar, nýmarkaði o.fl.
  • Möguleika á dreifingarsamningi á Íslandi í samvinnu við Vodafone ásamt ráðgjöf og mögulegum stuðningi við kynningu erlendis
  • Lokahóf í lok vinnusmiðjanna þar sem færi gefst á að spjalla við virka íslenska fjárfesta ásamt því að kynna fullbúna vöru fyrir þeim

Verðlaun verða veitt allt að þremur hugmyndum sem skora hæst í samkeppninni – bæði peningaverðlaun og veglegur fjarskiptastyrkur upp á milljónir króna. Sjá nánar hér.

Taktu þátt!

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí næstkomandi. Auðvelt er að sækja um þátttöku með því að fylla út umsókn hér. Umsóknum fylgi einnig stutt kynningarmyndband og útlistun á viðskiptahugmynd.

Frekari upplýsingar veitir Arnar Bentsson, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Vodafone. Netfang: arnarb@vodafone.is/sími: 669-9014.