Tilvalið í pakkann fyrir fermingarkrakkann

Ósk HilmarsdóttirÓsk Hilmarsdóttir
13.03.2017

#einstaklingar #farsími #verslun


Í tilefni þess að fermingartímabilið er að hefjast höfum við gefið út skemmtilegan fermingarbækling með vörum og tilboðum sem eru kjörin í pakkann fyrir fermingarkrakkann.

iPhone 7 fermingarpakkinn

iPhone 7 og iPhone 7 Plus hafa notið mikilla vinsælda hér á landi enda hönnunin glæsileg, hægt er að fá þá í þremur stærðum, flottum litum og eru þeir búnir fyrsta flokks myndavél. 5 GB gagnamagn á mánuði í 6 mánuði fylgir en einnig er hægt er að bæta 5.000 kr. við kaupin og fá frábæran fermingarpakka í fallegri gjafaöskju sem inniheldur:

  • Glært hulstur
  • Lightning hleðslusnúru
  • 3.000 mAh hleðslubanka
  • Bluetooth sturtuhátalara

Samsung Galaxy fermingarpakkinn

Samsung Galaxy A5 2017 og Samsung Galaxy A3 2017 hafa hlotið frábærar viðtökur enda öflugir símar með flottum myndavélum, fingrafaraskanna og minniskortarauf. Með þeim fylgir glæsilegur Samsung kaupauki sem inniheldur:

  • Samsung 8.400 mAh hleðslubanka
  • Samsung 32 GB minniskort
  • 5 GB gagnamagn á mánuði í 6 mánuði

Pakkinn kemur í fallegri gjafaöskju en þessi kaupauki fylgir einnig með öllum Samsung Galaxy S7 og Samsung Galaxy S7 Edge.

Gefðu góða skemmtun

Við bjóðum upp á fjöldann allan af snjöllum aukahlutum og vörum sem hægt er að leika sér með, til að mynda PlayStation 4 sem allir þekkja, Nintendo NES leikjatölvuna sem átti hug margra hér áður fyrr og Snapchat gleraugu svo snapparar geti sýnt fylgjendum sínum hvernig þeir upplifa umheiminn. Snjallpíanóið sem sló heldur betur í gegn um jólin er bæði til í svörtum og hvítum lit en með því er nú skemmtilegra og einfaldara að læra á píanó en nokkru sinni fyrr.

Gefðu gjöf sem hljómar vel

Við bjóðum breitt úrval af hátölurum, bæði Bluetooth og Wifi, frá virtum framleiðendum á borð við Bose, JBL og Harman/Kardon. Einnig erum við með úrval heyrnartóla sem henta vel bæði í leik og starfi, hvort sem leitað er eftir íþróttaheyrnartólum, þráðlausum heyrnartólum eða hljóðeinangrandi heyrnartólum.

Garmin úrin eru einnig komin til Vodafone og bjóðum við þau hjartanlega velkomin. Við bjóðum upp á allar helstu tegundir heilsuúra frá Garmin, og ættu því allir að finna úr við sitt hæfi.

Við hvetjum þig til að skoða úrvalið í verslunum okkar eða á vefnum.

Við hlökkum til að taka vel á móti þér!