Óskarnum fagnað í Leigunni

Þóra Björg ClausenÞóra Björg Clausen
23.02.2017

#leigan #sjónvarpNú er hátíð í bæ hjá Vodafone Sjónvarpi en um helgina verður Óskarsverðlaunahátíðin haldin í 89. skiptið. Kynnir kvöldsins verður enginn annar en spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel en þetta mun vera frumraun hans sem kynnir hátíðarinnar.

Það er frábært kvöld í vændum á sunnudaginn en myndirnar sem tilnefndar eru sem besta myndin í ár eru Arrival, Fences, Hacksaw Ridge, Hell or High Water, Hidden Figures, La La Land, Lion, Manchester by the Sea og Moonlight.

La La Land er nú þegar búin að sópa til sín Golden Globe og BAFTA verðlaununum svo það má segja að hún sé líklegur sigurvegari í ár.

Óskarsflokkur í Leigunni

Við hjá Vodafone Sjónvarpi höfum að sjálfsögðu útbúið sérstakan Óskarsflokk í Leigunni þar sem má finna í kringum 100 kvikmyndir sem hafa hlotið Óskarinn í gegnum tíðina. Þær myndir sem tilnefndar eru í ár og má finna í Óskarsflokknum eru Hacksaw Ridge, Hell or High Water, Captain Fantastic, Florence Foster Jenkins, Kubo and the Two Strings, Trolls, Sully, Suicide Squad og Deepwater Horizon.Á næstu vikum eigum við svo von á að fá fleiri af þeim myndum sem tilnefndar eru í ár í Leiguna, eða þegar þær hafa lokið göngu sinni í kvikmyndahúsum.

Gleðilega hátíð!