Gefum ofbeldi fingurinn!

Bára Mjöll ÞórðardóttirBára Mjöll Þórðardóttir
09.02.2017

#fokkofbeldi #samstarf #unwomenVodafone og UN Women hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn ofbeldi, en Vodafone er stoltur styrktaraðili UN Women og FOKK OFBELDI herferðar þeirra sem fer formlega af stað í dag með sölu á FOKK OFBELDI húfum.

Um verkefnið

FOKK OFBELDI herferðinni er ætlað að vekja fólk til vitundar um eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag; ofbeldi gegn konum og stúlkum en ofbeldi gegn konum, stúlkum og börnum í almenningsrýmum er vandamál um allan heim. Konur sem búa á þéttbýlissvæðum eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í fátækustu löndum heims samkvæmt rannsóknum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meira að segja í öruggustu borgum heims eins og Reykjavík verða konur fyrir ofbeldi af ýmsu tagi fyrir það eitt að vera konur. Víða um heim er slíkt ofbeldi daglegt brauð sem hamlar konum að lifa eðlilegu lífi eins og að ferðast til og frá vinnu, ganga í skóla eða eiga sér félagslíf.

FOKK OFBELDI húfan er ætluð fullorðnum. Orðalagið er vísvitandi ögrandi og ætlað að hreyfa við fólki. Ef orðalagið fer fyrir brjóstið á fólki þá er mikilvægt að muna að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Tökum höndum saman og búum til réttlátan heim.

Nældu þér í FO húfu

FOKK OFBELDI húfan fæst í verslun okkar í Kringlunni og á vef UN Women www.unwomen.is dagana 10. - 24. febrúar, meðan birgðir endast.

Húfurnar koma í tveimur stærðum og kosta 4.500 krónur. Allur ágóði rennur óskiptur til UN Women á Íslandi. Við hvetjum alla til að næla sér í húfu og gefa um leið ofbeldi fingurinn!


Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér.