Snjallar lausnir í heilbrigðismálum

Gunnar StefánssonGunnar Stefánsson
18.01.2017

#einstaklingar #fyrirtæki #vodafoneVodafone stendur að morgunverðarfundinum „Heilsa og áhrif snjalltækninnar" á hótel Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. janúar. Þar munu sérfræðingar Vodafone, ásamt gestum, ræða hvernig snjalltæknin hefur haft áhrif á fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðisgeiranum. Farið verður yfir raunveruleg verkefni sem snjalltæknin hefur nú þegar leyst ásamt því hvernig þau munu halda áfram að þróast. Sem dæmi má nefna rauntímasamskipti milli blóðsykurmæla hjá sykursjúkum og hjartasírita hjá hjartasjúklingum. Nýting fjarskiptatækni og þannig snjalltækninnar getur bætt heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu. Meðal annars með því að nýta upplýsingar til að veita skilvirkari og betri þjónustu en áður þar sem rétt gögn færast til rétts fólks á réttum tíma. Mögulegar þjónustur geta innifalið allan hugbúnað, vélbúnað og þjónustu til að búa til heildarlausn á heilbrigðissviði. Snjalllausnir hafa verið nýttar víða um heim við að bæta heilsugæslu almennings og má þar til dæmis nefna lausnir eins og fjarlækningar, rauntímaeftirlit með sjúklingum og bætta þjónustu heimahjúkrunar.

Í nýjum stjórnarsáttmála kom fram að ríkisstjórnin mun setja heilbrigðismál í forgang. Áhersla verður lögð á að landsmenn hafi aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu. Aðgengi að sérfræðiþjónustu skal bætt í hinum dreifðu byggðum, meðal annars með því að efla fjarheilbrigðisþjónustu ásamt því að aukinn þungi verður settur í uppbyggingu í öldrunarþjónustu, sérstaklega heimahjúkrun og hjúkrunarheimili. Einnig verður unnið að fjölgun rýma í dagþjálfun aldraðra og biðtími styttur.

Með þessum morgunverðarfundi viljum við ná saman hlutaðeigandi aðilum í heilbrigðisstéttinni til að læra af, miðla og ræða málefni og nýjar nálganir sem settar hafa verið fram af viðkomandi sérfræðingum og aðilum sem gegna lykilhlutverki í stefnumótun og þróun á framtíð heilbrigðisþjónustu.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessari umræðu getur þú skráð þig á fundinn hér.

Dagskrá fundarins

8:30  Húsið opnar með morgunverði

9:00  Vodafone býður góðan dag - Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs

9:10  Aukið vægi snjalltækninnar í heilbrigðisgeiranum - Jon Lee-Davey, yfirmaður þróunar á snjalllausnum fyrir heilbrigðisgeirann hjá Vodafone Group

9:40  Pallborðsumræður - Í pallborði sitja:

- Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja

- Jon Lee-Davey, hjá Vodafone Group

- Guðlaug Margrét Jónsdóttir, Hjartarannsóknir LSH – fjarvöktun

- Sigurður Árnason, læknir í fjarheilbrigðisþjónustu á Kirkjubæjarklaustri

- Þorvarður Sveinsson, forstöðumaður stefnumótandi verkefna hjá Vodafone

10:30  Fundarlok

Fundarstjóri: Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á iot@vodafone.is.

Hér má nálgast upptöku frá fundinum: