IoT-byltingin til umræðu og nýtt umsjónartól

Gunnar StefánssonGunnar Stefánsson
01.12.2016

#fyrirtæki #fyrirtækjalausnir #vodafone

Vodafone stóð á dögunum fyrir morgunverðarfundinum „IoT Byltingin er hafin – Hvernig hefur hún áhrif á þig?“. Við sama tilefni kynnti Vodafone á Íslandi nýtt fullkomið umsjónartól sem fylgir snjallkortum sem fyrirtækið hefur hafið sölu á og ætluð eru fyrir IoT tengingar. Samstarf við Vodafone Group í IoT málum hefur þannig dýpkað enn frekar.

Aðalfyrirlesari á fundinum var Cyril Deschanel, yfirmaður IoT-mála hjá Vodafone Group í Norður-Evrópu. Flutti hann erindi um þróun IoT á heimsvísu þar sem hann kom m.a. inn á áhugaverð dæmi þar sem IoT hefur þegar skilað fyrirtækjum árangri í rekstri. Einnig fóru fram pallborðsumræður þar sem m.a. var rætt hvernig IoT er nú þegar komið í notkun á Íslandi, hver ávinningurinn af því sé og hvernig tæknin er að þróast. Í pallborði sátu auk Cyril; Þorvarður Sveinsson (Vodafone), Guðmundur Arason (Securitas), Ragnheiður H. Magnúsdóttir (Marel) og Þuríður Tryggvadóttir (Eimskip). Ragnhildur Geirsdóttir (Landsbankinn) sá um fundarstjórn og stýrði umræðum. Góð mæting var á fundinn og þökkum við gestum fyrir komuna.

Umsjónartól sem eykur yfirsýn

Í samstarfi við Vodafone Group getur Vodafone á Íslandi nú boðið upp á snjallkort sem fylgir fullkomið umsjónartól yfir allar IoT tengingar fyrirtækis. Með því er hægt að fylgjast með notkun sem og stjórna virkni tenginga svo fátt eitt sé nefnt.

Með auknu samstarfi við Vodafone Group nýtur Vodafone á Íslandi mikils stuðnings auk þess að hafa aðgang að viðamikilli þekkingu um hina ýmsu notkunarmöguleika IoT sem hentað gætu fyrirtækjum. Þar má nefna aðgang að reynslusögum frá erlendum fyrirtækjum sem hafa nýtt sér ákveðna möguleika sem og beinan stuðning erlendra sérfræðinga.

Vodafone býður nú þegar tilbúnar lausnir sem gætu hentað þínu fyrirtæki. Meðal annars lausnir sem geta leyst Staðbundið eftirlit (e. Facility Monitoring), Rauntíma/Vöru eftirlit (e. Asset Tracking) og Flotastýringu (e. Vehicle Tracking / Fleet Management). Félagið er einnig alltaf að skoða nýjar lausnir og bæta í vöruframboðið.

Samband ætti ekki að vera vandamál hvort sem það er innanlands eða á heimsvísu. Við erum með um 600 reikisamninga í yfir 180 löndum og fleiri lönd eru stöðugt að bætast við.

Að auki bjóðum við upp á SIM kort sem henta öllum aðstæðum og notkunar möguleikum. Sem dæmi venjuleg SIM kort, SIM kort sem eru innbyggð í tæki, harðgerðari SIM kort ætluð erfiðari aðstæðum sem þola hnjask betur og SIM kort sem eru sérstaklega ætluð í bíla.

Við hvetjum þig til að hafa samband á netfangið iot@vodafone.is eða í síma 599 9500 til að kanna málið frekar.