4G dreifikerfi Vodafone nú til yfir 95% landsmanna

Kjartan BriemKjartan Briem
25.08.2016

#4g #farsímar #fyrirtæki #vodafone #þjónustusvæðiÞað sem af er ári hefur áhersla verið lögð á að styrkja 4G þjónustusvæði Vodafone vítt og breytt um landið og nær 4G háhraðasamband félagsins nú til yfir 95% landsmanna.

Allt frá því uppbygging 4G þjónustusvæðis félagsins hófst fyrir 3 árum hefur Vodafone lagt ríka áherslu á að byggja upp hámarks dreifingu út um allt land. Auk þess hefur verið unnið ötullega að því að efla og styrkja háhraða samband Vodafone á hafsvæðinu í kringum Ísland fyrir sjófarendur sem hafa tekið þessari uppbyggingu vel. Vodafone er leiðandi á Íslandi í notkun hins langdræga 4G tíðnibands á 800MHz sem gefur viðskiptavinum félagsins framúrskarandi upplifun í notkun á gagnaflutningi í farsímakerfunum, en þjónustusvæði Vodafone er lang stærsta 4G þjónustusvæði landsins í ferkílómetrum talið.

Á árinu hafa nýir sendar meðal annars verið gangsettir á Vestfjörðum til að anna eftirspurn viðskiptavina eftir auknum gagnahraða í gegnum farsímakerfi. 4G þjónusta Vodafone á Ísafirði hefur verið þétt auk þess sem nýr 4G sendir var gangsettur á Patreksfirði. Síðast en ekki síst hefur alveg nýjum fjarskiptastað verið komið upp Finnbogastaðafjalli í Árneshreppi en þaðan dreifir Vodafone nú 2G og 4G sambandi sem stórbætir farsímasamband, jafnt tal sem og gagnaþjónustu, á stóru hafsvæði í Húnaflóa, Reykjafirði, Gjögri, Trékyllisvík og Norðurfirði auk þéttingu og styrkingu merkis í helstu þéttbýliskjörnum landsins.

Áfram verður unnið að frekari uppbyggingu og þéttingu 4G þjónustusvæðis Vodafone, fleiri sendar verða gangsettir/teknir í notkun um landið á næstunni.

Á meðfylgjandi mynd má sjá yfirlit yfir þjónustusvæði Vodafone.